Reinfeldt kjörinn í embætti forsætisráðherra

Fredrik Reinfeldt.
Fredrik Reinfeldt. AP

Sænska þingið samþykkti í dag með 175 atkvæðum gegn 169, að Fredrik Reinfeldt, leiðtogi Hægriflokksins, taki við embætti forsætisráðherra Svíþjóðar. Fimm þingmenn voru fjarverandi við atkvæðagreiðsluna. Reinfeldt, sem er 41 árs, er yngsti forsætisráðherra landsins frá árinu 1926 en hann tekur við embætti af Göran Persson, leiðtoga Jafnaðarmannaflokksins. Jafnaðarmannaflokkurinn hefur verið forustuflokkur í ríkisstjórn Svíþjóðar undanfarin 12 ár.

Reinfeldt mun á morgun birta ráðherralista sinn og flytja stefnuræðu á sænska þinginu. Að ríkisstjórninni standa auk Hægriflokksins, Kristilegi demókrataflokkurinn, Miðflokkurinn og Þjóðarflokkurinn.

Reinfeldt hefur m.a. heitið því að endurbæta velferðarkerfið, lækka skatta og selja hluti ríkisins í stórum fyrirtækjum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert