Læknir hjá bandaríska sjóhernum greindi herdómstóli í Kaliforníu í dag frá því hvernig bandarískir landgönguliðar handtóku íraskan borgara, vörpuðu honum í holu og skutu hann 10 sinnum í höfuðið. Liðsforinginn Melson J. Bacos hefur gert samkomulag um að hann muni bera vitni gegn sjö landgönguliðum við réttarhöld sem verða haldin síðar gegn því að morðákæru á hendur honum verði felld niður.
Læknirinn segir að atvikið, sem átti sér stað í bænum Hamdaniya í Vestur-Írak í apríl, hafi verið viðbjóðslegt.
Umrætt mál er eitt af nokkrum sem eru í gagni þar sem bandarískir hermenn eru sakaðir um að myrða Íraka.