Samkeppni sem miðar að því að hæða Dani

Þótt ekki sé útlit fyrir að myndbandsmálið svokallaða í Danmörku veki jafn hörð viðbrögð múslíma og teikningamálið gerði gætir víða aukinnar andúðar í garð Dana í múslímaríkjum eftir að það kom upp. Þannig hefur til dæmis útvarpsstöð í Indónesíu efnt til myndlistarkeppni þar sem myndefnið á að vera „konungurinn” í Danmörku með svíni. Þetta kemur fram a fréttavef Jyllands-Posten.

Sigurmyndin verður send til dönsku hirðarinnar,” segir Imam Mubarok talsmaður útvarpstöðvarinnar Radikal í viðtali við indónesíska blaðið Republika.

Múslímar mega ekki borða svínakjöt og í múslímaheiminum er litið á myndir af fólki með svínum sem dýpsta háð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert