Byssumenn sem réðust að sjónvarpsstöð í Bagdad í morgun drápu átta manns, einkum öryggisverði. Sjónvarpsstöðin, sem ber nafnið Shaabiya, hafði nýlega hafið tilraunaútsendingar í Zayouna, í austurhluta borgarinnar og var einkum ætlað að höfða til súníta. Talið er að árásirnar tengist átökum súníta og sjíta, en deilur þeirra á milli stigmagnast þrátt fyrir tilraunir yfirvalda til að stöðva ofbeldisölduna.