Fimm Palestínumenn létust í flugskeytaárás

Frá Gaza
Frá Gaza Reuters

Fjórir herskáir meðlimir Hamas og fjórtán ára drengur létust í nótt í skærum milli Hamas og ísraelskra hermanna að sögn palestínskra yfirvalda. Allir fimm eru sagðir hafa tilheyrt sömu fjölskyldu og létust þeir þegar tveimur flugskeytum var skotið út fjarstýrðri flugvél að hópi sem safnast hafði saman við byggingu hvar ísraelskir hermenn höfðu tekið sér stöðu.

Talsmenn ísraelska hersins segja að sjö Palestínumenn hafi verið skotnir, allir vopnaðir skæruliðar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert