Þrýstingur á Danska þjóðarflokkinn eykst

Íranskir mótmælendur hrópa slagorð gegn Danmörku við sendiráð landsins í …
Íranskir mótmælendur hrópa slagorð gegn Danmörku við sendiráð landsins í Teheran á þriðjudag. AP

Danski þingmaðurinn Naser Khader, sem einnig er talsmaður samtaka hófsamra múslíma í Danmörku, hefur hvatt Piu Kjærsgaard, formann Danska þjóðarflokksins, til að fordæma niðrandi mynd af Múhameð spámanni sem birtist í blaði flokksins í maí og á vefsíðu hans í gær. Þetta kemur fram á fréttavef Jyllands-Posten.

„Hún þarf að lýsa því yfir að þetta sé forkastanlegt,” segir Khader og bætir því við að hann telji einnig að Per Stig Møller, utanríkisráðherra Danmerkur, ætti að fordæma myndbirtinguna hið snarasta. Þá segir hann erfitt að útskýra fyrir múslímum að um umfjöllun um myndskreytta bók sé að ræða og að líkur séu því á að málið verði til þess að beina hófsömum múslímum í átt til öfgasinna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert