Nýir ráðherrar kynntir í Svíþjóð

Fredrik Reinfeldt
Fredrik Reinfeldt Reuters

Fredrik Reinfeldt, forsætisráðherra Svíþjóðar, kynnti í dag tvo nýja ráðherra sem koma í stað ráðherranna tveggja sem neyddust til að segja af sér eftir að hafa aðeins setið í embætti í rúma viku.

Lena Adelsohn Liljeroth tekur við embætti menningar- og íþróttamálaráðherra af Ceciliu Stegö Chilò, og Sten Tolgfors verður viðskiptaráðherra í stað Mariu Borelius.

Nýju ráðherrarnir koma báðir úr Hægriflokknum, sem Reinfeldt stýrir. Á blaðamannafundi í dag var fyrsta spurningin til nýju ráðherranna um hvort þeir hefðu greitt afnotagjöld til sænska ríkissjónvarpsins eins og lög gera ráð fyrir en Chilò varð uppvís að því að hafa ekki greitt afnotagjaldið undanfarin 16 ár. Bæði Liljeroth og Tolgfors sögðust hafa sín fjármál á hreinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert