Bush viðurkennir mikið mannfall í Írak

Bush á fréttamannafundi í dag.
Bush á fréttamannafundi í dag. Reuters

George W. Bush Bandaríkjaforseti viðurkenndi í dag að Bandaríkjamenn hefðu misst marga hermenn í Írak. Forsetinn sagði ennfremur: "Ég veit að margir Bandaríkjamenn eru ekki ánægðir með gang mála í Írak. Ég er það ekki heldur."

Þetta kom fram á fréttamannafundi sem Bush hélt í Hvíta húsinu í dag. Hann sagði Bandaríkjamenn ekki hafa í hyggju að taka afstöðu í innanríkisdeilum í Írak, eða lenda á milli stríðandi fylkinga.

Þingkosningar fara fram í Bandaríkjunum 7. nóvember, og samkvæmt skoðanakönnunum er allt útlit fyrir að repúblíkanar missi meirihluta sinn í fulltrúadeildinni og jafnvel öldungadeildinni líka.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert