Ísraelar farnir frá Beit Hanoun

Ísraelskir hermenn á norðurhluta Gaza
Ísraelskir hermenn á norðurhluta Gaza Reuters

Ísraelar segjast hafa dregið herlið sitt frá Beit Hanoun á norðurhluta Gaza eftir sex daga aðgerðir í bænum og að aðgerðum þar sé lokið. Herlið mun þó enn vera staðsett umhverfis bæinn. Fimmtíu Palestínumenn létust í aðgerðum Ísraela í bænum en þeim hefur verið beint gegn herskáum Palestínumönnum sem skotið hafa eldflaugum að Ísrael.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert