Mahmoud Abbas, forseti Palestínu, og Ismail Haniyeh hittust í dag og ræddu árásir Ísraela við bæinn Beit Hanoun sem urðu 18 manns að bana. Haniyeh sagði fyrr í dag að stjórnarmyndunarviðræðum Fatah og Hamas hefði verið slitið í bili vegna árásanna.
Embættismaður sem ræddi við AFP en lét nafns síns ekki getið sagði að auk árásanna hefði framhald stjórnarmyndunarviðræðna verið rætt á fundinum.