Stærstu trufflusveppirnir sýndir

Það er ýmislegtá dagskrá á hinni árlegu truffluhátíð í bænum Livade í Króatíu. Meðal þess sem sjá má og bragða eru heimagerð brandí, hunang, ólífuolía og ostar. En hápunktur hátíðarinnar er þó kóngatrufflukeppnin, þar sem keppst er um að sýna stærsta trufflusveppinn. Sveppur sjálfs hátíðarhaldarans, Giancarlo Zigante, er sá stærsti sem getið er um og vó 1,3 kíló þegar hann var sýndur fyrir fáeinum árum. Sá stærsti í ár var heldur minni, aðeins um 0,8 kíló.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert