George Bush, Bandaríkjaforseti, fundaði með Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels í dag. Hann varaði við þeim afleiðingum sem kjarnavopnavæðing Írana myndi hafa og sagðist útiloka beinar viðræður við stjórnvöld í Teheran fyrr en auðgun úrans hafi sannanlega verið hætt.
Þá sagðist Bush hlakka til ráðlegginga nefndar, sem skipuð hefur verið til að leita leiða til að vinna stríðið í Írak, en sagði einnig að brottför bandarísks herliðs velti á ástandinu í landinu.