Sérfræðingar á vegum Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar, sem verið hafa að störfum í Íran sögðust í dag hafa fundið plúton sem ekki hefur verið gerð grein fyrir, og leifar af auðguðu úrani í kjarnaúrgangs-vinnslustöð í landinu, og hafa írönsk stjórnvöld verið krafin skýringa.
Þetta kemur fram í skýrslu sem gerð hefur verið fyrir fund stofnunarinnar í næstu viku. Í henni saka sérfræðingarnir Írana einnig um að vera ósamvinnuþýðir við rannsakanir stofnunarinnar á kjarnorkuáætlun stjórnvalda, en margir óttast að Íranar hyggist koma sér upp kjarnavopnum.
Þá er staðfest í skýrslunni að Íranar hafi haldið áfram tilraunir með auðgun úrans í trássi við vilja öryggisráðs SÞ.