Nouri al-Maliki krefst þess að mannræningjar verði handsamaðir

Nouri al-Maliki, forsætisráðherra Íraks.
Nouri al-Maliki, forsætisráðherra Íraks. Reuters

Nouri al-Maliki, forsætisráðherra Íraks, krafðist þess í dag að allir þeir sem komið hefðu að mannránunum í Bagdad í gær yrðu handteknir hið fyrsta. Sagði Maliki mannræningjana ,,verri en öfgamenn” og harmaði að vísindamenn sem helgað hefðu líf sitt störfum fyrir þjóðina hefðu lent slíkum hremmingum.

Sagði forsætisráðherrann ekki aðeins áríðandi að öllum þeim sem enn eru í haldi yrði sleppt, heldur einnig að þeir sem bæru ábyrgð á mannránunum næðust.

Enn er á huldu hver mörgum nákvæmlega var rænt, Ali al-Dabbagh, talsmaður stjórnvalda hefur sagt að aðeins 39 hafi verið rænt í áhlaupinu, og að öllmu hafi þegar verið sleppt nema tveimur. Talsmaður menntmálaráðuneytisins segir hins vegar að allt að 150 hafi verið rænt og að a.m.k. 80 séu enn í haldi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert