Lögreglan á Englandi óttast að raðmorðingi leiki lausum hala í Ipswich á austanverðu landinu þar sem þrjú lík vændiskvenna hafa fundist þar, síðast í gær í Nacton. Lögreglan segir þó of snemmt að segja til um hvort morðið á þeirri vændiskonu tengist morðunum á hinum tveimur. Lík þeirra fundust einnig á Ipswich-svæðinu þann 2. og 8. desember. Lík kvennanna fundust í sama læknum og margt þykir svipað með verksummerkjum.
Varðstjóri sem fer fyrir rannsókn á morðunum, John Quinton, segir engin merki þess að konunum hafi verið nauðgað og ekki sjáanleg merki þess að þær hafi verið beittar ofbeldi. Sky segir frá þessu á vef sínum.