Sex létust í árásum á markað í Bagdad

Reuters

Sex létust og 35 særðust er tvær sprengjur sprungu á markaði í Bagdad í morgun. Sprengjurnar sprungu á markaði í Baab al-Sharki hverfinu í miðborg Bagdad. Norður af Bagdad létust tveir íraskir hermenn er sprengja sprakk á þjóðveginum á milli olíuhreinsunarstöðvar í Baiji og heimabæjar Saddams Hussein, Tikrit. Þrír hermenn særðust í sprengjuárásinni.

Bandarísk stjórnvöld hafa varað við auknu ofbeldi í landinu eftir að dauðadómurinn yfir Saddam Hussein, fyrrverandi forseta Íraks, var staðfestur á annan í jólum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka