106 bandarískir hermenn látnir í Írak í mánuðinum

Reuters

Fimm bandarískir hermenn létust í Írak í dag og eru því 106 bandarískir hermenn fallnir í Írak það sem af er desembermánuði. Alls hafa 2.989 bandarískir hermenn látist í Írak frá innrásinni inn í landið í mars 2003.

Í nóvember 2004 féllu 137 bandarískir hermenn í Írak og hafa aldrei jafn margir þeirra látist í einum mánuði í Írak frá innrásinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka