Chirac segir ástandið í Írak auka hryðjuverkaógn í heiminum

Jacques Chirac á leið á ríkisstjórnarfund í Elysee höll í …
Jacques Chirac á leið á ríkisstjórnarfund í Elysee höll í París AP

Forseti Frakklands, Jacques Chirac, einn helsti andstæðingur innrásarinnar inn í Írak árið 2003, segir að átökin í Írak hafi magnað hryðjuverkaógn í heiminum. Sagði Chirac, er hann ávarpaði franska sendiherra á nýju ári, að eins og Frakkar spáðu og óttuðust hefur stríðið í Írak aukið líkur á að hryðjuverkamenn láti til skarar skríða í heiminum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka