Yfir 17 þúsund Írakar létu lífið af völdum ofbeldisverka síðari hluta ársins 2006

Yfir 17 þúsund óbreyttir íraskir borgarar létu lífið af völdum ofbeldisverka síðari hluta ársins 2006 og fjölgaði þessum dauðsföllum verulega frá fyrri hluta ársins, að því er blaðið Washington Post skýrði frá í dag.

Blaðið segist hafa fengið leynileg gögn frá íraska heilbrigðisráðuneytinu sem sýni, að á fyrstu sex mánuðum síðasta árs hafi 5640 íraskir óbreyttir borgarar og lögreglumenn látið lífið í sprengjuárásum og skotárásum og öðrum ofbeldisverkum. Síðari hluta ársins þrefaldaðis þessi tala og var 17.310.

Blaðið hefur eftir ónafngreindum embættismanni, að þessar tölur séu ekki endanlegar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka