Evrópusambandið mun innan tíðar kynna tillögur að nýrri stefnu í orku- og umhverfismálum. Þar á meðal eru áætlanir um ný takmörk í endurvinnslu og frjáls samkeppni á orkumarkaðnum. Stefnt er að því að minnka gróðurhúsaáhrifin áður en núverandi Kyoto-samkomulag rennur út 2012.
Fréttavefur BBC skýrir frá því að nýjar hömlur í útblæstri og aðrar tillögur sem eru væntanlegar verði ríkisstjórnir aðildarríkjanna að samþykkja áður en þær geta tekið gildi.
Fréttaskýrendur telja mjög líklegt að sumar tillögurnar komi til með að valda deilum, sérstaklega hugmyndir um frjálsari samkeppni á orkumarkaðnum.