„Efnavopna-Ali" fyrir rétti í dag

Ali Hassan alMajid
Ali Hassan alMajid Reuters

Frændi Saddams Husseins, Ali Hassan al-Majid, sem yfirleitt gengur undir nafninu „efnavopna-Ali" tók í dag við sæti Saddams í réttarhöldunum í dag. Játaði al-Majid að hafa fyrirskipað að þúsundir Kúrda skyldu reknir út af heimilum sínum. Hann á yfir höfði sér dauðarefsingu verði hann fundinn sekur um að hafa látið taka af lífi 182 þúsundir Kúrda á níunda áratugnum í svokallaðri Anfal-aðgerð.

Sagði al-Majid að hann beri einn ábyrgð á því að fólkið var rekið út af heimilum sínum. Hann neitaði því hins vegar að bera ábyrgð á dauða fólksins.

Alls er réttað yfir sex samverkamönnum Saddams nú en þeir eru sakaðir um stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyni vegna Anfal-aðgerðanna. Allir sakborningarnir eiga yfir höfði sér dauðadóm verði þeir fundnir sekir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka