Al-Zawahiri hæðist að Bush

Ayman al-Zawahiri.
Ayman al-Zawahiri. AP

Ayman al-Zawahiri, næstráðandi Osamas bin Ladens, leiðtoga al-Qaeda hryðjuverkasamtakanna, hæðist að áformum Georges W. Bush, Bandaríkjaforseta um að senda meira herlið til Íraks. Segir al-Zawahiri, að myndi engu skipta þótt Bush sendi allan Bandaríkjaher til Íraks því hann yrði þurrkaður út.

Myndbandið birtist á netinu seint í gærkvöldi. Þar sakar al-Zawahiri einnig Bandaríkjamenn um að standa á bak við það að Eþíópíuher fór inn í Sómalíu til að berjast við íslamista og hét því, að íslamskar hersveitir muni brjóta Eþíópíumenn á bak aftur.

„Í síðustu ræðu sinni, sagði Bush að hann myndi senda 20 þúsund hermenn til Íraks. Ég spyr hann: Hvers vegna viltu aðeins senda 20 þúsund hermenn. Hvers vegna sendir þú ekki 50 þúsund eða 100 þúsund. Veistu ekki, að hundarnir í Írak bíða þess í óþreyju að fá að éta hræ hermanna þinna? Þú ættir að senda allan þinn her svo bardagamennirnir geti þurrkað hann út og heimurinn verði laus við hann," sagði al-Zawahiri í ávarpinu, sem er um 15 mínútna langt.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert