Lögregla sökuð um að hampa morðingja sem hetju

Ogun Samast,.
Ogun Samast,. Reuters

Tyrkneskir fjölmiðlar birtu í dag ljósmyndir og myndband af lögreglu- og herlögreglumönnum með meintum morðingja armensks blaðamanns, sem dagblöð segja að farið sé með eins og hetju á myndinni. Hinn grunaði, 17 ára piltur að nafni Ogun Samast, heldur á tyrkneska fánanum á myndinni og stillir sér þar upp með lögreglumönnunum með tyrkneska fánann í bakgrunni einnig.

Samast hefur verið ákærður fyrir að myrða Hrant Dink, 52 ára armenskan blaðamann sem skrifaði greinar um þjóðarmorð á Armenum í fyrri heimsstyrjöldinni og reitti með því tyrkneska þjóðernissinna til reiði. Anatolia fréttastofan segir að búið sé að reka fjóra lögreglumenn sem voru á myndinni og að fjórir herlögreglumenn hafi verið fluttir til í starfi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert