Heimspekingurinn Sókrates hafði meiri áhrif á gang sögunnar með hugsun sinni en flestir aðrir menn. Hugmyndir hans eiga enn brýnt erindi við samtímann ef marka má nýja breska rannsókn, sem bendir til þess að með því að kenna 10-12 ára börnum „að hugsa eins og Sókrates“ með sókratísku aðferðinni í rökræðum, sé stuðlað að viðvarandi framförum í andlegu atgervi, sem nemur sjö punktum á greindarvísitöluskalanum.
Þykir þetta sýna að þjálfa megi upp gáfur, að sögn breska blaðsins The Daily Telegraph.