Sjö létust og 48 særðust í sprengjuárás í Kirkuk

Reuters

Sjö létust og 48 særðust er tvær bílsprengjur sprungu í borginni Kirkuk í norðurhluta Írak í dag. Sprengjurnar sem tengdar voru saman, sprungu með stuttu millibili í bílastæðahúsi þar sem flestir íbúarnir eru Kúrdar.

Mjög margir Kúrdar búa í Kirkuk en einnig súnníar sem flutt hafa þangað eftir að Saddam Hussein, fyrrverandi forseti Íraks, gerði tilraun til þess að draga úr áhrifum Kúrda í borginni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka