Forsætisráðherra Bretlands, Tony Blair, greindi frá því í dag að breskum hermönnum yrði fækkað um 1.600 í Írak á næstu mánuðum. Í dag eru 7.100 breskir hermenn í suðurhluta Íraks en þeim mun fækka í 5.500 á næstunni að sögn Blairs. Stefnt er að því að þeir verði færri en fimm þúsund í lok árs.
Hann bætti því við að breskir hermenn verði áfram í Írak eins lengi og þörf er á.