Indverjar banna sölu á kjarnorkutengdum varningi til Írans

Indverjar tilkynntu í dag að þeir hefðu ákveðið að banna útflutning á öllu hráefni, tækjum og tækni sem Íranar geta notað í kjarnorkuáætlun sín. Þetta kom fram í tilkynningu frá viðskiptaráðuneyti landsins í dag.

Í yfirlýsingunni segir að í ákvörðuninni felist bann við öllum beinum og óbeinum útflutningi til Írans á hlutum, hráefni, tækjabúnaði, vörum og tækni sem hægt sé að nota við auðgun úrans eða vinnslu á þungavatni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert