Ísraelskar hersveitir hafa farið um palestínsku borgina Nablus í morgun í leit að herskáum Palestínumönnum fimmta daginn í röð og eru aðgerðirnar þær stærstu síðan í júlí. Talsmenn hersins segjast hafa fundið þrjár staði þar sem sprengiefni er framleitt í vikunni og að flestir sjálfsvígsárásarmenn sem gert hafa árásir undanfarið ár hafi komið frá Nablus.
Hermenn skiptust á skotum við þrjá byssumenn í Al-Fara’a flóttamannabúðunum í dögun eftir að skotið var á hermennina frá mosku.
Talsmenn ísraelska hersins segjast hafa handtekið tíu eftirlýsta öfgamenn síðan aðgerðirnar hófust. Einn Palestínumaður hefur fallið.