Tíu létust í tveimur sjálfsvígsárásum í Bagdad

Að minnsta kosti átta létust í sjálfsvígsárás í Bagdad í …
Að minnsta kosti átta létust í sjálfsvígsárás í Bagdad í dag. Reuters

Að minnsta kosti tíu létust í tveimur sjálfsvígsárásum í Bagdad í Írak í dag. Í fyrri árásinni sprengdi maður sig upp í bifreið sinni við varðstöð lögreglu á Kharmana-torgi í miðborg Bagdad. Að minnsta kosti átta létust í árásinni og 25 eru særðir.

Síðari árásin var gerð nokkrum mínútum síðar er annar maður sprengdi upp bifreið sína við herstöð íraska hersins. Tveir létust í þeirri árás og tveir særðust.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka