Fyrrum varaforseti Íraks, Taha Yassin Ramadan, verður hengdur snemma í fyrramálið að íröskum tíma. Lögmaður Ramadan greindi breska ríkisútvarpinu BBC frá þessu.
Lögmaðurinn sagði að fjölskylda Ramadan hafi kallað eftir því við yfirvöld að þau sýni miskunnasemi.
Ramadan, sem var einn af meðsakborningum Saddams Husseins, var dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir aðild sína þegar írösk yfirvöld drápu 148 sjíta á níunda áratug síðustu aldar.
Áfrýjunardómstóll úrskurðaði síðar að fyrri dómur hafi verið of vægur og lagði til að hann ætti að sæta dauðarefsingu.
Ramadan segist ekki óttast dauðann og segir að hann muni deyja á hetjulegan máta að sögn lögmanns hans.
Hann hefur ávallt haldið sakleysi sínu fram.