Umdeilt stríðsminnismerki í Tallinn flutt á leyndan stað

Rússneskumælandi Eistlendingar mótmæltu því harðlega í vikunni að flytja ætti …
Rússneskumælandi Eistlendingar mótmæltu því harðlega í vikunni að flytja ætti sovéskt minnismerki á brott úr miðborg Tallinn. Reuters

Eist­nesk stjórn­völd fluttu sov­éskt stríðsminn­is­merki frá miðborg Tall­inn á leynd­an stað í nótt. Mikl­ar óeirðir urðu í borg­inni í gær eft­ir að minn­is­merkið hafði verið girt af og und­ir­bún­ing­ur hófst við að fjar­lægja það. Einn maður lést og tug­ir særðust í átök­um við lög­reglu og yfir 300 manns voru hand­tekn­ir. Eru þetta mestu óeirðir sem orðið hafa í land­inu frá því það fékk sjálf­stæði frá Sov­ét­ríkj­un­um árið 1991.

Sér­stök nefnd kom sam­an í nótt og fyr­ir­skipaði, að minn­is­merkið, stytta af her­manni, skyldi flutt án taf­ar. Það hafði þá staðið utan við um­ferðarmiðstöð í borg­inni ára­tug­um sam­an.

Um þúsund manns komu sam­an við stytt­una síðdeg­is í gær eft­ir að svæðið var girt af. Lög­regla beitti vatns­byss­um, tára­gasi, kylf­um og hljóðsprengj­um til að dreifa mann­fjöld­an­um og koma í veg fyr­ir að tug­ir ung­menna ryddu sér braut gegn­um raðir lög­reglu að stytt­unni.

Stjórn­völd í Eistlandi samþykktu á síðasta ári að flytja minn­is­merkið á ann­an stað í Tall­inn. Var ákvörðunin tek­in eft­ir að átök brut­ust út við minn­is­merkið milli hópa rúss­nesku­mæl­andi íbúa og annarra Eist­lend­inga, sem telja minn­is­merkið tákn um 50 ára her­setu Sov­ét­ríkj­anna.

Áformin um að flytja stytt­una vöktu hörð viðbrögð stjórn­valda í Moskvu, sem telja stytt­una vera minn­is­merki um þá sem unnu sig­ur á nas­ist­um í síðari heims­styrj­öld. Voru eist­nesk stjórn­völd sökuð um að ýta und­ir fas­isma með því að fjar­lægja stytt­una.

Óeirðalögregla reynir að hafa hemil á mótmælendum í miðborg Tallinn.
Óeirðalög­regla reyn­ir að hafa hem­il á mót­mæl­end­um í miðborg Tall­inn. Reu­ters
mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert