Níu manns hafa verið ákærðir í Rússlandi vegna morðsins á blaðamanninum Önnu Politkovskaju. Meðal hinna handteknu er embættismaður hjá leynisþjónustunni. Rússneskir fjölmiðlar greina frá þessu. Politkovskaja var skotin til bana skammt frá heimili sínu í Moskvu í október á síðasta ári.
Hún öðlaðist frægð með því að fletta ofan af þeim grimmdarverkum sem öryggissveitir, sem nutu stuðnings Rússa, beittu óbreytta borgara í Tétsníu.
Í síðasta mánuði var fyrrum stjórnmálamaður í Tétsníu sakaður um að vera viðriðinn morðið. Tíu voru handteknir í ágúst, en tveimur var sleppt.