Verslanir á Grænlandi eru nú í fyrsta skipti farnar að bjóða upp á innlenda framleiðslu á blómkáli, spregilkáli og hvítkáli. Átta sauðfjárbændur hafa tekið upp kartöflurækt í ágóðaskyni og fimm til viðbótar grænmetisræktun í tilraunaskyni. Elstu furutré landsins, sem voru gróðursett í bjartsýniskasti hollensks grasafræðings árið 1893, eru nú að vakna til lífsins á nýjan leik.
Allt er þetta rakið til hlýnunar loftslags og segist Kenneth Hoeg, ráðgjafi grænlensku heimastjórnarinnar í landbúnaðarmálum, ekki sjá neitt því til fyrirstöðu að senn verði hægt að rækta mun stærri hluta landsins og að skógar geti þrifist á Grænlandi.
„Ef hlýnar aðeins meira gæti þetta orðið raunin á stóru svæði í suðurhluta Grænlands," segir Hoeg í viðtali við New York Times, og bætir við að möguleikar á ræktun nytjaskóga séu miklir.