Átta létust í skotárás í finnskum menntaskóla

Lögreglumenn utan við neyðarmiðstöð, sem sett var upp í kirkju …
Lögreglumenn utan við neyðarmiðstöð, sem sett var upp í kirkju í Tusby eftir skotárásina í dag. Reuters

Lögregla í Finnlandi segir, að átta manns hafi látið lífið þegar 18 ára unglingur hóf skothríð í miðri kennslustund í menntaskóla í bænum Tusby norður af Helsinki í dag. Meðal þeirra sem létu lífið var rektor skólans. Árásarmaðurinn skaut sjálfan sig og var fluttur á sjúkrahús alvarlega særður. Um tugur manna særðist einnig í árásinni. Pilturinn birti í gær myndskeið á vefnum YouTube þar sem hann sagðist ætla að fremja fjöldamorð í skólanum.

Samkvæmt upplýsingum frá íslenska utanríkisráðuneytinu eru engir Íslendingar í menntaskólanum í Tusby.

Myndbandið á YouTube

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert