Einn látinn í skotárás í Finnlandi

Að minnsta kosti einn lést í skotárás í morg­un í skóla í Tus­by, skammt frá Hels­ing­fors í Finn­landi. Árás­armaður­inn er sagður vera átján ára gam­all nem­andi skól­ans en sá látni er sagður rektor skól­ans. Þrír aðrir hafa orðið fyr­ir skot­um og munu marg­ir hafa meiðst er þeir fengu gler­brot yfir sig. Árás­armaður­inn gekk enn laus nú í há­deg­inu og íhug­ar lög­regla að ráðast inn í skól­ann, en ótt­ast er að pilt­ur­inn taki gísla.

Frétta­vef­ur­inn Af­ten­posten.se seg­ir frá því að nem­andinn hafi hafið skotárás­ina í tíma. Um 500 ung­menni ganga í skól­ann, sem er fram­halds­skóli.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka