Forseti Finnlands harmi sleginn vegna atburðanna í Tuusula

Tarja Halonen, forseti Finnlands, segist vera harmi slegin vegna skotárásarinnar sem varð í Finnlandi í dag, en 18 ára nemi skaut átta manns til bana í skólanum áður en hann reyndi að fremja sjálfsvíg.

„Í dag höfum við fengið hræðilegar og sorglegar fréttir um skotárás í skólanum í Tuusula Jokela. Ég votta fjölskyldum þeirra sem létust mína dýpstu samúð,“ sagði hún.

Að sögn lögreglu létust átta í skotárásinni. Fimm drengir og tvær stúlkur, sem eru jafnaldrar, og kona, sem var skólastjóri skólans. Þá segir hún að árásarmaðurinn hafi reynt að fremja sjálfsvíg með byssunni er hann miðaði á sitt eigið höfuð og tók í gikkinn. Hann liggur nú á sjúkrahúsi í Helsinki. Hann er í lífshættu.

Sjúkrabíll sést hér fyrir utan sjúkrahúsið í Helsinki þar sem …
Sjúkrabíll sést hér fyrir utan sjúkrahúsið í Helsinki þar sem árásarmaðurinn liggur lífshættulega særður. AP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert