Forseti Finnlands harmi sleginn vegna atburðanna í Tuusula

00:00
00:00

Tar­ja Halon­en, for­seti Finn­lands, seg­ist vera harmi sleg­in vegna skotárás­ar­inn­ar sem varð í Finn­landi í dag, en 18 ára nemi skaut átta manns til bana í skól­an­um áður en hann reyndi að fremja sjálfs­víg.

„Í dag höf­um við fengið hræðileg­ar og sorg­leg­ar frétt­ir um skotárás í skól­an­um í Tu­usula Jokela. Ég votta fjöl­skyld­um þeirra sem lét­ust mína dýpstu samúð,“ sagði hún.

Að sögn lög­reglu lét­ust átta í skotárás­inni. Fimm dreng­ir og tvær stúlk­ur, sem eru jafn­aldr­ar, og kona, sem var skóla­stjóri skól­ans. Þá seg­ir hún að árás­armaður­inn hafi reynt að fremja sjálfs­víg með byss­unni er hann miðaði á sitt eigið höfuð og tók í gikk­inn. Hann ligg­ur nú á sjúkra­húsi í Hels­inki. Hann er í lífs­hættu.

Sjúkrabíll sést hér fyrir utan sjúkrahúsið í Helsinki þar sem …
Sjúkra­bíll sést hér fyr­ir utan sjúkra­húsið í Hels­inki þar sem árás­armaður­inn ligg­ur lífs­hættu­lega særður. AP
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert