Finnskum skóla lokað vegna hótana

Finnar eru miður sín vegna atburðanna í Jokele menntaskólanum.
Finnar eru miður sín vegna atburðanna í Jokele menntaskólanum. AP

Lög­regla girti í morg­un af all­ar leiðir að mennta­skóla í Kyrkslätt í Finn­landi vegna hót­ana gegn skól­an­um, sem birt­ust á netsvæðinu YouTu­be. Skól­inn er ekki langt frá Jokela mennta­skól­an­um þar sem 18 ára pilt­ur myrti átta manns og framdi síðan sjálfs­morð í vik­unni. Pilt­ur­inn birti dag­inn áður mynd­skeið á YouTu­be þar sem hann boðaði ódæðið.

Lög­regla er með viðbúnað við fleiri skóla á svæðinu, þar á meðal í Hyrylä.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka