Nemendur í Jokelaskólanum snúa aftur

Lögeglumaður á verði við Perttu grunnskólann í Tuusula.
Lögeglumaður á verði við Perttu grunnskólann í Tuusula. Reuters

Nem­end­ur í Jokela mennta­skól­an­um í Finn­landi hófu að sækja tíma á ný en í öðrum skóla og und­ir lög­reglu­vernd. 18 ára gam­all skóla­fé­lagi þeirra skaut átta manns og síðan sjálf­an sig til bana sl. miðviku­dag.

Á ann­an tug lög­reglu­manna var á verði þegar yngstu nem­end­urn­ir í skól­an­um komu að Perttu grunn­skól­an­um þar sem þeir munu sækja tíma þar til rann­sókn á skotárás­inni og viðgerðum lýk­ur í Jokela­skól­an­um. Eldri nem­end­ur skól­ans komu sam­an í kirkju bæj­ar­ins til að sækja tíma. Nem­end­urn­ir hafa verið hvatt­ir til að ræða ekki við frétta­menn en gríðarleg fréttaum­fjöll­un hef­ur verið um skotárás­ina í finnsk­um fjöl­miðlum.

Talsmaður bæj­ar­stjórn­ar­inn­ar í Tu­usula þar sem Jokela­skól­inn er, sagði að ekki væri gert ráð fyr­ir hefðbundnu námi þessa vik­una. Nem­end­urn­ir fái að tala sam­an, stunda íþrótt­ir og sækja söfn. Gert er ráð fyr­ir að nem­end­urn­ir fari á ný í Jokela­skól­ann á fimmtu­dag.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka