Nemendur í Jokelaskólanum snúa aftur

Lögeglumaður á verði við Perttu grunnskólann í Tuusula.
Lögeglumaður á verði við Perttu grunnskólann í Tuusula. Reuters

Nemendur í Jokela menntaskólanum í Finnlandi hófu að sækja tíma á ný en í öðrum skóla og undir lögregluvernd. 18 ára gamall skólafélagi þeirra skaut átta manns og síðan sjálfan sig til bana sl. miðvikudag.

Á annan tug lögreglumanna var á verði þegar yngstu nemendurnir í skólanum komu að Perttu grunnskólanum þar sem þeir munu sækja tíma þar til rannsókn á skotárásinni og viðgerðum lýkur í Jokelaskólanum. Eldri nemendur skólans komu saman í kirkju bæjarins til að sækja tíma. Nemendurnir hafa verið hvattir til að ræða ekki við fréttamenn en gríðarleg fréttaumfjöllun hefur verið um skotárásina í finnskum fjölmiðlum.

Talsmaður bæjarstjórnarinnar í Tuusula þar sem Jokelaskólinn er, sagði að ekki væri gert ráð fyrir hefðbundnu námi þessa vikuna. Nemendurnir fái að tala saman, stunda íþróttir og sækja söfn. Gert er ráð fyrir að nemendurnir fari á ný í Jokelaskólann á fimmtudag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert