Dómur yfir Kasparov staðfestur

Lögregla handtekur Garrí Kasparov í Moskvu á laugardag
Lögregla handtekur Garrí Kasparov í Moskvu á laugardag AP

Dómari í Moskvu, Jévgenía Naumova, hefur staðfest fimm daga fangelsisdóm yfir Garrí Kasparov, sem kveðinn var upp um helgina. Kasparov var dæmdur fyrir að skipuleggja ólögleg mótmæli, verjast handtöku og fyrir að kyrja slagorð gegn ríkisstjórninni.

Kasparov áfrýjaði dómnum og sagði handtökuna hafa verið ólöglega, hann segist m.a. hafa fylgt fyrirmælum lögreglu í einu og öllu.

Naumova tók ekki undir andmæli Kasparovs og staðfesti dóminn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka