25.000 flóttamenn hafa snúið aftur til Írak

Íraskir flóttamenn eru farnir að tínast heim.
Íraskir flóttamenn eru farnir að tínast heim. AP

Á milli 25.000 og 28.000 íraskir flóttamenn hafa snúið aftur til Íraks síðan um miðjan september, samkvæmt nýrri skýrslu Rauða hálfmánans. Tölur samtakanna eru lægri en íraskra stjórnvalda, sem halda því fram að yfir 60.000 manns hafi snúið heim á undanförnum mánuðum.

Í skýrslunni segir að öryggismál hafi verið bætt með hertum lögregluaðgerðum, sérstaklega í Bagdad. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna áætlar að 4,2 milljónir Íraka hafi flúið landið eftir innrás Bandaríkjamanna í mars 2003. SÞ vara við að öryggismál í landinu séu ekki orðin nógu stöðug svo hægt sé að hvetja flóttamenn til þess að snúa heim.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert