Bjó í fylgsni á heimilinu

John Darwin gaf sig óvænt fram við lögreglu
John Darwin gaf sig óvænt fram við lögreglu Reuters

Anne Darw­in, eig­in­kona manns sem tal­inn var hafa lát­ist fyr­ir fimm árum , hef­ur greint frá því að hann hafi búið á heim­ili þeirra í nærri þrjú ár frá því hann var úr­sk­urðaður lát­inn í kjöl­far smá­báta­slyss. Darw­in seg­ir eig­in­mann­inn John hafa dvalið í fylgsni á bak við fata­skáp í svefn­her­bergi þeirra. Þetta kem­ur fram á frétta­vef Sky

„Í þrjú ár þegar all­ir sem stóðu okk­ur næst héldu að John væri horf­inn og tal­inn af, var hann í raun heima hjá mér," er haft eft­ir kon­unni en  hjón­in áttu tvö samliggj­andi hús og munu hafa út­búið fylgsnið í því hús­inu sem ekki var búið í. 

Anne hef­ur greint frétta­mönn­um frá því að eig­inmaður henn­ar hafi lengi talað um að sviðsetja dauða sinn áður en hann lét verða af því. Þá seg­ist hún ekki hafa vitað að um sviðsetn­ingu væri að ræða fyrr en hann birt­ist á heim­ili þeirra ell­efu mánuðum eft­ir að hann hvarf. Seg­ir hún hann hafa hótað að segja hana meðseka léti hún yf­ir­völd vita að hann væri á lífi. 

Gef­in hef­ur verið út hand­töku­skip­un á hend­ur Anne en eig­inmaður henn­ar John birt­ist óvænt á lög­reglu­stöð eft­ir að hafa verið tal­inn lát­inn í fimm ár. Anne er sögð vera á leið til Bret­lands og verður hún hand­tek­in jafnskjótt og hún stíg­ur fæti á breska grundu.

John Darw­in var tal­inn hafa lát­ist í kanó-slysi árið 2002, en nú þykir víst að hann hafi ásamt konu sinni sviðsett dauðdaga sinn og inn­heimt trygg­inga­féð.
Syn­ir hjón­anna segj­ast ekki hafa vitað að faðir þeirra var á lífi og vilja sem minnst vita af for­eldr­um sín­um. Þeir segj­ast æfareiðir yfir því að hafa verið gerðir að fórn­ar­lömb­um í trygg­inga­svika­máli.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka