Anne Darwin handtekin

Anne Darwin við komuna til Manchester í morgun.
Anne Darwin við komuna til Manchester í morgun. Reuters

Anne Darwin, eiginkona Johns Darwins, sem nýlega gaf sig fram eftir að hafa verið týndur og lýstur látin, var handtekin þegar hún kom til Bretlands í morgun. John var í gær ákærður fyrir tryggingasvik og Anne er grunuð um að hafa verið í vitorði með honum.

Anne Darwin kom til Manchesterflugvallar í morgun og var handtekin um leið og hún steig á breska grund. Lögregla telur, að John Darwin hafi sviðsett lát sitt í róðrarslysi til að geta leyst út líftryggingu og þannig bjargað fjárhag sínum og fjölskyldunnar. Hann mun koma fyrir rétt á mánudag. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert