Anne Darwin handtekin

Anne Darwin við komuna til Manchester í morgun.
Anne Darwin við komuna til Manchester í morgun. Reuters

Anne Darw­in, eig­in­kona Johns Darw­ins, sem ný­lega gaf sig fram eft­ir að hafa verið týnd­ur og lýst­ur lát­in, var hand­tek­in þegar hún kom til Bret­lands í morg­un. John var í gær ákærður fyr­ir trygg­inga­svik og Anne er grunuð um að hafa verið í vitorði með hon­um.

Anne Darw­in kom til Manchesterflug­vall­ar í morg­un og var hand­tek­in um leið og hún steig á breska grund. Lög­regla tel­ur, að John Darw­in hafi sviðsett lát sitt í róðrar­slysi til að geta leyst út líf­trygg­ingu og þannig bjargað fjár­hag sín­um og fjöl­skyld­unn­ar. Hann mun koma fyr­ir rétt á mánu­dag. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert