Pervez Musharraf, forseti Pakistans, hefur fyrirskipað öryggissveitum landsins að taka hart á þeim sem láta ófriðlega í landinu. Víða eru óspektir og hafa þúsundir stuðningsmanna Benazir Bhutto látið reiði sína bitna á bifreiðum og verslunum.
Musharraf lét þessi orð falla á fundi með innanríkisráðherra landsins, yfirmanni hersins og yfirmönnum öryggisstofnana landsins. Forsetinn sagði nauðsynlegt að komið verði í veg fyrir að fólk geti farið ránshendi um borgir landsins. Mikilvægt sé að tryggja öryggi borgarinnar og það sé gert með því að taka hart á ófriðarseggjum.