Þurfa ekki á aðstoð alþjóðasamfélagsins að halda

AP

Innanríkisráðuneyti Pakistans útilokar að alþjóðasamfélagið geti aðstoðað yfirvöld við að rannsaka lát Benazir Bhutto. Ráðuneytið segir að alþjóðasamfélagið hafi ekki skilning á aðstæðum í landinu og það muni þar af leiðandi gera lítið gagn.

Margar spurningar hafa vaknað upp varðandi það hvað hafi í raun og veru dregið Bhutto til dauða. Stuðningsmenn hennar og flokksfélagar hafa hafnað útskýringum stjórnvalda á því hvernig hún hafi látist.

Stjórnvöld í landinu segjast hinsvegar vera reiðubúin að gefa leyfi fyrir því að lík Bhutto verði grafið upp til krufningar fari flokksmenn hennar fram á það. Talsmaður pakistanska innanríkisráðuneytisins segir stjórnvöld ekki hafa farið með ósannindi varðandi það hvernig Bhutto lést. Upplýsingarnar byggi á engu öðru en staðreyndum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert