Forseti Pakistan, Pervez Musharraf, greindi frá því í dag að stjórnvöld í Pakistan hafi fengið aðstoð frá breskum stjórnvöldum við að rannsaka morðið á Benazir Bhutto, fyrrverandi forsætisráðherra og leiðtoga Þjóðarflokksins.
Starfsmenn Scotland Yard eru væntanlegir til Pakistan innan tíðar til þess að vinna að rannsókn málsins með heimamönnum.
Að sögn Musharrafs hafði hann samband við forsætisráðherra Bretlands, Gordon Brown, um að fá aðstoð við rannsóknina og Brown samþykkti þá beiðni.