Kjörstjórn í Pakistan hefur frestað þingkosningum til 18. febrúar en fyrirhugað var að þær færu fram þann 8. janúar. Er ákvörðunin tekin með tilliti til ástandsins sem ríkir í landinu eftir morðið á Benazir Bhutto, fyrrverandi forsætisráðherra og leiðtoga Þjóðarflokksins, í síðustu viku.