Óttast ofbeldisöldu í Kenýa

Stjórnarliðar og stjórnarandstæðingar í Kenýa saka hverjir aðra um að kynda undir ofbeldi í landinu. Óttast er að ofbeldið muni aukast enn en 250 hafa verið myrtir í kringum kosningarnar, þar af 30 sem leitað höfðu skjóls í kirkju í gær.

Tugir þúsunda eru sagðir hafa yfirgefið heimili sín af ótta við átök en mikið ósætti er í landinu vegna forsetakosninganna sem þar fóru fram síðastliðinn fimmtudag.

Mwai Kibaki, forseti landsins var endurkjörinn, en Raila Odinga, leiðtogi stjórnarandstæðinga segir brögð hafa verið í tafli og að hann hafi verið rændur sigrinum. Þá hefur Odinga sakað Kibaki um ofsóknir og þjóðarmorð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert