Viðbúnaður vegna mótmælafundar í Naírobi

Óeirðalögreglumaður í Naírobi
Óeirðalögreglumaður í Naírobi AP

Lögregla í Kenýa sprautaði vatni á hundruð mótmælenda sem hugðust taka þátt í göngu í Naírobi sem boðuð hefur verið í dag en stjórnvöld hafa bannað. Öryggissveitir hafa umkringt garðinn þar sem gangan átti að fara fram en Raila Odinga, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í landinu hefur hvatt sem flesta til að sækja mótmælin.

Enn ríkir mikill óvissa í landinu en rúmlega 300 manns hafa látist og 70.000 hafa neyðst til að yfirgefa heimili sín frá því á sunnudag.

Odinga hefur neitað að viðurkenna sigur Mwai Kibaki, forseta landsins, í nýafstöðnum forsetakosningum og  hefur ekki mætt á neyðarfundi með forsetanum vegna ástandsins í landinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert