Hvetur þjóðir heims til að fordæma mannréttindabrot á Búrma

Bandarísku forsetahjónin, Laura og George W. Bush.
Bandarísku forsetahjónin, Laura og George W. Bush. Reuters

Forsetafrú Bandaríkjanna, Laura Bush, hvatti í dag þjóðir heims til þess að beita herforingjastjórnina á Búrma þrýstingi og fordæma gegndarlaus mannréttindabrot í landinu. Hún hvatti jafnframt herforingjastjórnina til þess að láta helsta leiðtoga stjórnarandstöðunnar Aung San Suu Kyi, lausa úr haldi.

Í yfirlýsingu frá Lauru Bush segir að hún og eiginmaður hennar, George W. Bush, hvetji þjóðir heims til að sameinast um að fordæma herforingjastjórnina fyrir gegndarlaus brot á almennum mannréttindum. Í dag eru sextíu ár liðin frá því að Búrma hlaut sjálfstæði frá Bretum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert