Neita beiðni um nýjar kosningar

Stjórnvöld í Kenýa neita að verða við beiðni stjórnarandstöðunnar um að forsetakosningar fari fram að nýju í landinu. Stjórnarandstaðan fór fram á að nýjar kosningar færu fram innan þriggja mánaða þar sem hún telur að svikum hafi verið beitt við talningu atkvæða í kosningunum sem fram fóru þann 27. desember sl. Þá var Mwai Kibaki endurkjörinn forseti.

Talsmaður ríkisstjórnar Kenýa, Alfred Mutua, líkti beiðni stjórnarandstöðunnar sem fjárkúgun og að stjórnvöld í Kenýa myndu aldrei fara að kröfum sem settar væru fram með þessum hætti.

Mwai Kibaki
Mwai Kibaki ANTONY NJUGUNA
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert